Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 27. mars 2001 kl. 10:04

Vesen vegna verkfalls

„Afli þeirra báta sem ekki voru bundnir í verkfalli var mjög góður yfir síðustu helgi og voru dæmi þess að 10-15 tonna bátar væru að koma með fullfermi, en eftir helgina fór að draga úr afla og má segja að það hafi verið kropp síðan verkfallinu lauk með snöggum hætti, aðfaranótt þriðjudags“, segir Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri í Grindavík.
Loðnulöndun slitnaði aldrei í sundur að sögn Sverris en sá afli sem veiddur var fyrir verkfallið, var ekki allur kominn í land þegar það skall á. „Vilhelm Þorsteinsson var að landa farmi sem hann var búinn að bíða með frá því aðð verkfall hófst. Þegar því lauk og Þorsteinn EA hafði lokið löndun og var á leið til heimahafnar á Akureyri, kom fréttin um frestun verkfallsins. Þorsteini var þá
snúið suður aftur og hélt til veiða eftir að nótin hafði verið tekin um borð aftur en hún var skilin eftir í Grindavík áður en haldið var norður“, segir Sverrir.
Afli vikunnar var rúmlega 700 tonn af botnfiski og um 7000 tonn af loðnu og er hluti loðnuaflans afli sem veiddur var fyrir verkfallið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024