Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Verulega búið að draga úr eldgosinu
Myndina tók Ingibergur Þór Jónasson.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 20. desember 2023 kl. 08:56

Verulega búið að draga úr eldgosinu

Verulega dró úr eldgosinu við Sundhnjúka í nótt og virðist bara koma upp úr einu gosopinu eins og sakir standa en strókavirknin virðist vera orðin slitrótt. Þó var var slæmt skyggni á svæðinu í nótt og ætti að skýrast nánar í birtingu hvernig staðan er.
Sá hluti gossprungunnar sem var hvað virkastur í gærdag lognaðist skyndilega útaf um kvöldmatarleytið í gær en eftir stóðu nokkur minni gosop sem áfram var nokkur virkni í. Það hefur svo breyst í nótt og hefur dregið umtalsvert úr gosóróa frá miðnætti. Hvort það hreinlega styttist í goslok skýrist sömuleiðis fljótlega, eins og fram kom á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúrvárhóps Suðurlands.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25