Veruleg fjölgun fíkniefnabrota
Fíkniefnabrotum, sem komu til kasta Suðurnesjalögreglu, fjölgaði verulega í apríl á milli ára. Í apríl 2007 voru þau 13 talsins, sem er svipaður fjöldi og árið á undan. Í apríl síðastliðnum urðu þau hins vegar 32.
Umferðarlagabrotum í umdæminu fækkaði úr 280 í 220 á milli ári. Í sama mánuði 2006 urðu þessi brot hins vegar 387 þegar nánast óöld ríkti í umferðinni.
Hegningarlagabrotum fjölgaði úr 64 í 78 á sama tíma.