Veruleg aukning hegnarlagabrota
Hegningarlagabrotum, sem komu til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum, fjölgaði verulega milli ára í marsmánuði. Þau voru nú 83 talsins samanborið við 61 í marsmánuði 2008. Fjöldi þeirra hélst nokkuð svipaður milli áranna 2007 og 2008 í þessum sama mánuði.
Þá fjölgaði umferðarlagabrotum einnig í marsmánuði, voru nú 368 en 258 í mars á síðasta ári. Fíkniefnabrot voru 13 talsins og fækkaði um 12 á milli ára. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði frá Ríkislögreglustjóra fyrir marsmánuð.