Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunin Mangó tengist ekki fíkniefnamáli
Miðvikudagur 18. febrúar 2004 kl. 16:38

Verslunin Mangó tengist ekki fíkniefnamáli

Verslunin Mangó við Hafnargötu tengist ekki stóru fíkniefnamáli sem lögreglan í Keflavík hefur síðustu vikur unnið að rannsókn að, en eigendur verslunarinnar segjast hafa orðið fyrir miklu ónæði og skaða vegna þráláts orðróms um aðild verslunarinnar að málinu. Rakel Ársælsdóttir eigandi Mangó sagði í samtali við Víkurfréttir að hún hafi orðið fyrir miklu ónæði vegna þessa þar sem fólk væri að hringja og spyrja hvenær verslunin lokaði. „Það er greinilegt að Gróa á Leiti hefur svo sannarlega komist af stað í þessu máli og að sjálfsögðu skaðar það okkur þegar verslun okkar er sögð tengjast fíkniefnaviðskiptum. Þessar sögusagnir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024