Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 4. janúar 2001 kl. 10:30

Verslunin í Stóru blokkinni lokar

Matvöruverslunin að Faxabraut 27 lokar um óákveðinn tíma frá og með 1. janúar 2001. Ástæður lokunarinnar eru lagfæringar á húsnæði verslunarinnar að utan og innan og endurskipulagning á rekstrinum. Fastir starfsmenn verslunarinnar flytjast í störf hjá öðrum deildum Samkaupa hf. Ljóst er að viðamiklar endurbætur hafa verið utandyra á húsnæðinu að Faxabraut 27 sl. ár og ólokið er lagfæringu á þeim hluta sem snýr að versluninni. Þá þarf að fara í verulegar endurbætur innanbúðar eigi verslunin að standast kröfur nútímans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024