Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarmiðstöðin heitir Krossmói
Þriðjudagur 16. júní 2009 kl. 18:22

Verslunarmiðstöðin heitir Krossmói

Krossmói er nýtt nafn á verslunar- og þjónustumiðstöðina sem stendur við götuna Krossmóa í Reykjanesbæ. Á fimmta hundrað tillögur bárust í samkeppni um nafn á húsið sem auglýst var eftir í Víkurfréttum í vor. Langur listi með nöfnum var síðan lagður fyrir húsfélagið sem komst að þeirri niðurstöðu að verslunarmiðstöðin ætti að heita Krossmói og dregur þar nafn sitt af götunni sem húsið stendur við.

Það voru sjö einstaklingar sem sendu inn tillögu um nafnið Krossmóa og því voru nöfn þeirra sem sendu inn nafnið sett í pott og einn vinningshafi dreginn úr pottinum. Vinningshafinn er Örn Högnason og hlaut hann að launum 100.000 krónur frá Urtusteini ehf. sem er eigandi hússins. Vinningurinn kemur sér vel fyrir Örn, sem er í sömu sporum og margir aðrir, þ.e. án atvinnu.

Húsfélagið í Krossmóa þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í samkeppninni um nafnið fyrir þátttökuna um leið og þau hvetja fólk til að leggja leið sína í Krossmóa til að kynna sér það sem þar er í boði.


Mynd: Örn Högnason og fjölskylda taka við verðlaununum fyrir nafnið Krossmói frá þeim Ágústi Gíslasyni framkvæmdastjóra hjá Urtusteini og Benedikt Kristjánssyni verkefnisstjóra hjá Samkaupum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024