Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarmannahelgin: Vantaði súlurnar í Eyjum
Sævar með betri helmingnum, Hildi Maríu Magnúsdóttur.
Laugardagur 1. ágúst 2015 kl. 13:05

Verslunarmannahelgin: Vantaði súlurnar í Eyjum

-Sævar Sævarsson

Sævar Sævarsson ætlar í sumarbústað hjá tengdó um verslunarmannahelgina sem er rétt hjá Húsafelli. „Við höfum farið þangað síðastliðin ár en þangað mæta yfirleitt miklir meistarar, s.s. rithöfundur, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og verðandi stórstjarna í fótbolta og verðandi stórstjarna í fimleikum. Tengdafaðir minn og tengdamóðir verða þar að sjálfsögðu líka svo ég áætla að ég þurfi að blanda eitthvað G&T fyrir hana. Pælingin er að skella sér eitthvað í golf, þ.e. ef konan hleypir golfsettinu í bílinn.“

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
„Hér áður fyrr voru það útihátíðir sem einkenndu góða verslunarmannahelgi en eftir að maður fór að grána hefur þetta breyst örlítið, þó mig dauðlangi nú að fara með familíuna til Vestmannaeyja einhverntímann. Það sem einkennir góða verslunarmannahelgi hjá manni í dag er að vera í faðmi fjölskyldunnar og vina í sumarbústað eða útilegu. Ómissandi er auðvitað að grilla eitthvað gott, skella sér í heitan pott, fá sér einn til tvo kalda og henda sér í lopapeysu. Ég fer alltaf í lopapeysu um verslunarmannahelgar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
„Já, verslunarmannahelgin 1999 er ansi eftirminnileg. Ákváðum nokkrir félagar að skella okkur til Vestmannaeyja á föstudegi og því varð að hafa hraðar hendur. Þegar til eyja var komið fannst tjaldið en engar voru súlurnar. Ég var ekki mikið sjarmatröll á þessum tíma svo ég varð að láta gistingu hjá vini mínum Hafþóri Skúlasyni duga. Hann hugsaði þó vel um mig. Eftirminnilegast þessa helgi var þó pastað sem ég og Freyja Sigurðardóttir borðuðum, það var ansi gott.
Ég verð nú einnig að minnast verslunarmannahelgarinnar þegar ég og Jóhann Birnir slátruðum tengdaföður okkar og Nonna Ólafs í golfi í Húsafelli. Þeir voru fljótir að gleyma þeim úrslitum.“