Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarmannahelgin: Spennt að upplifa þjóðhátíð sem íbúi
Laugardagur 1. ágúst 2015 kl. 09:57

Verslunarmannahelgin: Spennt að upplifa þjóðhátíð sem íbúi

-Lovísa Falsdóttir

Lovísa Falsdóttir hefur haft sumarsetu í Vestmannaeyjum og því er stefnan sett á að taka Þjóðhátíðina með trompi og er hún mjög spennt að upplifa hana sem íbúi Vestmannaeyja.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?

Skemmta sér með sínum nánustu og svo er góður gítar og einhver sem kann að glamra á hann algjörlega ómissandi á Þjóðhátíð!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?

Get ekki gert upp á milli þeirra sem ég eyddi með fjölskyldunni á unglingalandsmótunum þegar ég var yngri. Allt mjög dýrmætar minningar.