Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verslunarmannahelgin: Áttræðisafmæli, göngutúrar, golf og meira golf
Laugardagur 1. ágúst 2015 kl. 13:02

Verslunarmannahelgin: Áttræðisafmæli, göngutúrar, golf og meira golf

-Skúli Jónsson

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hóf verslunarmannahelgina með stórafmæli móðir sinnar Ragnheiðar Stefánsdóttur sem fagnaði 80 ára afmæli sínu í faðmi stórfjölskyldunnar en helginni ætlaði hann að mestu að eyða heima við.

„Ég mun eyða helginni sjálfri svona að mestu heima við. Göngutúrar, golf og meira golf, góður matur og jafnvel verður skellt sér í Þingvallarferð til Jóns Péturs bróður en hann á bústað í landi Miðfells. Það væri ekki leiðinlegt að reyna aðeins við fiskinn í vatninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sunnudagskvöldinu reynir maður að koma sér í Eyjastemmingu með því að hlusta á brekkusönginn í útvarpinu eða sjónvarpinu.  Maður þarf nú að fara að skella sér til Eyja og upplifa brekkusönginn á staðnum. Stefni að því að ári. Það er ótrúlega gaman að syngja svona með hópi fólks þó svo að maður kunni ekkert að syngja sjálfur.“