Verslun verður ekki íbúð
Bæjarráð Reykjanesbæjar hafnaði því á fundi sínum í gær að verslunarhúsnæði við Hafnargötu 18 í Keflavík verði breytt í íbúðarhúsnæði. Húseigandi hafði sótt um breytinguna til skipulags- og byggingarnefndar þann 7. mars sl.Málið var til afgreiðslu í bæjarstjórn 19. mars en var tekið til frekari meðferðar. Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir ekki breytingu á verslunarhúsnæði á 1. hæð í íbúðarhúsnæði. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun skera endanlega úr um málið á fundi sínum næsta þriðjudag.