Verslum við fyrirtæki og félög í Reykjanesbæ
Á stjórnarfundi Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings sem haldinn var þriðjudaginn 3. desember 2013 var eftirfarandi ályktun samþykkt.
„Skorað er á bæjaryfirvöld, fyrirtæki og stofnanir hér í Reykjanesbæ að stuðla að heilbrigðu og eðlilegu efnahagslífi hér á svæðinu með því að styðja og versla við þau fyrirtæki og félög sem eru hér í Reykjanesbæ. Með því má styrkja grunnstoðir efnahagslífsins hér í bæjarfélaginu og í leiðinni sporna lítið eitt við atvinnuleysi á svæðinu, sem leiðir af sér aukinn hagvöxt. Verslum og nýtum þjónustu í heimabyggð,“ segir í ályktun sem undirrituð er af stjórn félagsins.