Verslanir Varnarliðsins opnar Íslendingum í dag
Kjarasamningur Flóabandalagsins, sem Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis er meðal annars aðili að, veitir Íslendingum ýmis ný fríðindi sem eiga eftir að njóta talsverðrar athygli. Þannig veitir samningurinn Íslendingum rétt til að versla í verslunum í Varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli tvisvar á ári. Annar verslunardagurinn er í dag en hinn í byrjun desmeber.
Verslanir Varnarliðsins, þ.e. Navy Exchange (NEX) og Matvöruverslun Varnarliðsins verða því opnar Íslendingum í dag frá því kl. 10:00 til 18:00. Þar er hægt að versla allt frá matvöru og upp í húsgögn. Engir tollar eru greiddir af vörum Varnarliðsins og því hægt að fá fjölmarga hluti á mun betra verði en í verslunum utan girðingar.
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagði að í kjölfar samdráttar í starfsemi á Keflavíkurflugvelli hafi verið samið um þetta ákvæði. Íslensk stjórnvöld hafi einnig fallist á þetta, gegn þeim skilyrðum að verslunardagarnir séu aðeins tveir á ári.
Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri hjá NEX á Keflavíkurflugvelli, sagðist hlakka til að sjá íslenska viðskiptavini. Heilsíðuauglýsing frá NEX og Matvöruverslun Varnarliðsins er í Víkurfréttum sem koma út í dag.
Verslanir Varnarliðsins, þ.e. Navy Exchange (NEX) og Matvöruverslun Varnarliðsins verða því opnar Íslendingum í dag frá því kl. 10:00 til 18:00. Þar er hægt að versla allt frá matvöru og upp í húsgögn. Engir tollar eru greiddir af vörum Varnarliðsins og því hægt að fá fjölmarga hluti á mun betra verði en í verslunum utan girðingar.
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagði að í kjölfar samdráttar í starfsemi á Keflavíkurflugvelli hafi verið samið um þetta ákvæði. Íslensk stjórnvöld hafi einnig fallist á þetta, gegn þeim skilyrðum að verslunardagarnir séu aðeins tveir á ári.
Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri hjá NEX á Keflavíkurflugvelli, sagðist hlakka til að sjá íslenska viðskiptavini. Heilsíðuauglýsing frá NEX og Matvöruverslun Varnarliðsins er í Víkurfréttum sem koma út í dag.