Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veröld vættanna ætlað að ná betur til barna og ungmenna
Silvia Pérez og Guðmundur Bernharð, grafískir hönnuðir, hafa teiknað talsmennina og hannað myndheim þeirra.
Mánudagur 28. janúar 2019 kl. 15:58

Veröld vættanna ætlað að ná betur til barna og ungmenna

Reykjanes Geopark hefur í samvinnu við Markaðsstofu Reykjaness og Þekkingarsetur Suðurnesja unnið að þróun talsmanna fyrir Reykjanes með styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
 
Verkefnið kallast Veröld vættanna en markmið þess er að ná betur til barna og ungmenna í fræðslu um náttúru Reykjanes Global Geopark.
 
Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var fengin til þess að útbúa persónulýsingar fyrir fjórar persónur ásamt því að semja drög að handriti að baksögu. Silvia Pérez og Guðmundur Bernharð, grafískir hönnuðir, hafa teiknað talsmennina og hannað myndheim þeirra. Talsmennirnir eiga fyrst og fremst að höfða til barna, en um leið er vonast til þess að skilaboðin skili sér jafnframt til allrar fjölskyldunnar.
 
Talsmaðurinn mun auðvelda öll samskipti við börn og auka þannig staðarvitund þeirra og þekkingu á umhverfismálum. Slíkt kemur til með að vera hvatning til hreyfingar og útivstar, auka stolt af heimaslóðum, styrkja rætur þeirra og tengingu við svæðið. Talsmennirnir munu vonandi auka stolt allra íbúa á Suðurnesjum í framtíðinni ef vel tekst upp og verða áberandi og einkennandi fyrir svæðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024