Verne Gobal og Advania gera samning upp á 1,5 milljarða
Gagnaversfyrirtækið Verne Global og Advania hafa gert samning við bandaríska upplýsingaveitufyrirtækið RMS. Samningurinn skilar Advania 1,5 milljarði króna en félagið selur tölvubúnað og vinnu við uppsetningu hans.
Verne Global mun hýsa gagnaupplýsingar RMS í svokölluðu skýi, en Verne er sem kunnugt er með starfsemi að Ásbrú í Reykjanesbæ. Samningurinn var kynntur fyrir erlendum blaðamönnum í gær, en rúmlega 20 blaðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi skoðuðu gagnaverið og sátu fyrirlestur í Víkingaheimum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hélt tölu á samkomunni og sat fyrir svörum blaðamanna. Hún tjáði þeim að hún sem heimamanneskja væri sérstaklega ánægð með þessa þróun. „Þessi ríkisstjórn styður það að gagnaver á Íslandi séu samkeppnishæf slíkum verum í Evrópu. Gagnaverin skapa störf og nýta umhverfisvæna orku okkar til hins ítrasta,“ sagði ráðherrann m.a. í Víkingaheimum í gær. Hún sagði jafnframt að stafsemi að þessu tagi yrði tekið opnum örmum hér á landi.
Tengdar fréttir: BMW hreiðrar um sig hjá Verne Global
Verne Global mun hýsa Climate Action.
Blaðamenn frá Bandaríkjum, Bretlandi og Þýskalandi hlýða á Ragnheiði Elínu ráðherra.