Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verktaki ósáttur við hegðun íbúa
Laugardagur 2. júlí 2005 kl. 10:31

Verktaki ósáttur við hegðun íbúa

Fyrir hádegið var bifreið ekið á götuniðurfallsrist við Fífumóa í Njarðvík og skarst eitt dekk bifreiðarinnar.  Þarna er verktaki að undirbúa malbikun á götunni og standa niðurföllin upp úr þangað til búið er að malbika.  Verktakinn kvaðst vera ósáttur við að íbúar gatna,  þar sem framkvæmdir fara fram virði ekki lokanir vegna framkvæmda.

Upp úr hádeginu var tilkynnt um tjón sem varð á bifreið af völdum foks á grjóti og möl sem fauk af vörubifreið,  sem ekið  var með farm án yfirbreiðslu.

Tvö ölvunarútköll bárust þar sem ölvuðu fólki var ekið heim og eitt útkall barst vegna heimilisófriðar.

Á dagvaktinni voru eigendur þriggja bifreiða boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar, þar sem þær höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma.

Fimm  ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók var mældur á 127 km hraða,  þar sem leyfður hraði er 90 km.

Vf-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024