Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verktaki í jólaskapi færði Björginni styrk
Fimmtudagur 6. janúar 2011 kl. 09:04

Verktaki í jólaskapi færði Björginni styrk

Sverrir Örn Olsen eigandi Verktakasambandsins ehf var í sannkölluðu jólaskapi þegar hann færði félögum í Björginni rausnarlegan styrk upp á 150.000 krónur.

Haft er eftir Ragnheiði Sif Gunnarsdóttur forstöðumanni í Björginni að stuðningur sem þessi sé afar mikilvægur fyrir starfsemi Bjargarinnar. Fyrirtæki og félagasamtök hafa með þessu móti gert Björginni kleift að auka við iðju og samfélagsþátttöku félaga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á meðfylgjandi mynd má sjá félaga frá Björginni í þriggja rétta kvöldverði á veitingastaðnum Duus í boði Verktakasambandsins ehf. Um þrjátíu félagar mættu og verður afgangur styrksins nýttur til að auka við iðju í Björginni á nýju ári.