Verktaki fjarlægir grjóthauga bænum að kostnaðarlausu
Grjóthaugar við gömlu námurnar við Heiðarberg í Keflavík hafa verið íbúum í Heiðarholti og nágrenni til ama. Þegar alvarlegt slys varð á svæðinu á síðasta ári fannst íbúunum nóg komið. Kvartanir hafa borist til bæjaryfirvalda og íbúarnir vilja grjótið burt.Undanfarna daga og vikur hefur skurðgrafa verið við störf á svæðinu. Ekki vissu þó allir íbúar á svæðinu hvað stæði til, enda fannst mörgum grjóthaugum fjölga á svæðinu frekar en hitt. Bæjarbúi skrifaði stjórnkerfi bæjarins á vef Reykjanesbæjar og spurðist fyrir um hvaða framkvæmdir væru á svæðinu og komst meðal annars svo að orði: „Undanfarna daga og vikur hefur skurðgrafa verið með skarkala í stórgrýti við gömlu námurnar út við Heiðarberg. Gröfustjórinn hefur verið þvers og kruss um allan móa og hvert grjótfjallið á fætur öðru hefur orðið til. Kallinn á gröfunni virðist ekkert þurfa að sofa eða a.m.k. vaknar hann snemma og fer seint heim. Hann hefur örugglega líka farið í jólaköttinn því hann var í vinnunni á gröfunni sinni langt fram eftir aðfangadegi jóla og gott ef maður heyrði ekki lamið á stórgrýtinu yfir messunni í útvarpinu klukkan sex á aðfangadag“.
Ekki stóð á svari frá bæjaryfirvöldum:
„Framkvæmdir á viðkomandi svæði eru tilkomnar vegna kvartana íbúa sem vildu eins og bærinn tryggja öryggi allra á svæðinu, þess vegna var tekin sú ákvörðun um að fjarlægja alla grjóthauga af svæðinu.
Verktakafyrirtækið SEES fékk efnið án greiðslu og munu sjá um að fjarlægja, bænum að kostnaðarlausu, þeir munu ganga frá svæðinu að verki loknu á þann hátt að ekki stafi hætta af“.
Þetta er því örugglega eitt hagstæðasta verk sem bærinn hefur fengið verktaka til að vinna, þ.e. verktakinn vinnur verkið á sinn kostnað.
Ekki stóð á svari frá bæjaryfirvöldum:
„Framkvæmdir á viðkomandi svæði eru tilkomnar vegna kvartana íbúa sem vildu eins og bærinn tryggja öryggi allra á svæðinu, þess vegna var tekin sú ákvörðun um að fjarlægja alla grjóthauga af svæðinu.
Verktakafyrirtækið SEES fékk efnið án greiðslu og munu sjá um að fjarlægja, bænum að kostnaðarlausu, þeir munu ganga frá svæðinu að verki loknu á þann hátt að ekki stafi hætta af“.
Þetta er því örugglega eitt hagstæðasta verk sem bærinn hefur fengið verktaka til að vinna, þ.e. verktakinn vinnur verkið á sinn kostnað.