Verktakar gæti eigna NATO
Utanríkisráðuneytið hefur auglýst eftir verktökum, fyrir hönd Bandaríkjahers, til að annast viðhald og eftirlit með eignum Atlantshafsbandalagsisins á Keflavíkurflugvelli, eftir að herlið Bandaríkjanna fer frá landinu í haust. Þó hefur ekki verið óskað eftir eftirliti með eignum sjálfs herliðsins.
Bandaríkski herinn er skuldbundinn NATO að viðhalda eignum þess í eitt ár eftir brottför en flestar eru eignirnar hernaðarmannvirki. Herinn sjálfur á veitukerfi, þjónustubyggingar, skóla, íþróttahús, heilsugæslu og skrifstofuhúsnæði. Enn er óljóst um ráðstöfun þeirra mannvirkja.
Frétt úr Fréttablaðinu.