Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 12. janúar 2001 kl. 21:30

Verktakar fengu óvæntan liðsauka

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fékk forláta skóflu afhenda í lok fundarins, sem var að sögn ætluð til að nota við fyrstu skóflustunguna að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Tvær skóflustungur
Það var Steinþór Jónsson sem afhenti Sturlu skófluna með eftirfarandi orðum: „Ég vil biðja samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, að veita þessari skóflu viðtöku í þeirri von að hún megi nýtast sem fyrst við fyrstu skóflustunguna við tvöföldun Reykjanesbrautar. Fyrir hönd borgarafundarins – gjörðu svo vel. Ég vona við að þú takir við það tækifæri vel á því - tvær skóflustungur í það minnsta – þörfin er mikil.“

Magnað áhald
Fundargestir klöppuðu ákaft þegar Steinþór hafði lokið málið sínu. Sturla þakkaði fyrir magnað áhald og sagði að verktökum hefði hér með bæst mikill liðsauki. Vöktu þessi orð samgönguráðherra talsverða kátínu. „Ég er reiðubúinn til að taka á móti forsvarsmönnum áhugahóps um tvöföldun Brautarinnar 22. janúar en þann dag opnast einmitt tilboð í mislæg gatnamót við Nýbýlaveg, Breiðholtsbraut og Reykjanesbraut. Sá hluti er kostnaðarsamasti áfanginn á þessari leið. Ég þakka fyrir gjöfina og verið velkomin 22. janúar“, sagði Sturla.
Þess má geta að blaðamaður VF mætti Sturlu á ganginum að fundi loknum og hélt hann þá enn sem fastast um skófluna sína.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024