Verktakagreiðslur í Leifstöð rannsakaðar
Samkvæmt fréttum RÚV hefur Ríkisendurskoðun lokið við úttekt á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úttektin var gerð í framhaldi af fréttum útvarpsins af háum verktakagreiðslum til tveggja manna í stjórn flugstöðvarinnar. Í stjórninni sitja menn úr viðskiptalífinu og þóknun fyrir stjórnarstörf er rúmlega 60.000 krónur á mánuði.Stjórnin fékk skýrsluna í hendur fyrir hálfum mánuði. Gísli Guðmundsson stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar segir að stjórnin fjalli væntanlega um það á fundi sínum 19. júní hvort og þá hvenær niðurstöðurnar verði gerðar opinberar.
Annar stjórnarmannanna hætti í stjórninni í desember í fyrra. Hann hafði þá fengið greiddar rúmar fimm milljónir fyrir ráðgjöf til flugstöðvarinnar, án virðisauka. Hann sagði á sínum tíma að hann hefði hætt í stjórninni þar sem ætlaði að taka að sér frekari störf fyrir flugstöðina. Greiðslur til hins stjórnarmannsins voru sex hundruð þúsund krónur fyrir utan virðisauka í fyrra. Ekki lágu fyrir upplýsingar um greiðslur til stjórnarmanna fyrir þann tíma.
Skýrslan hafi ekki verið lögð fram en búast má við því að alvarlegar athugasemdir hafi verið gerðar í henni enda lýsti Ríkisendurskoðandi því yfir á sínum tíma að svona hagsmunaárekstrar væru almennt mjög óheppilegir.
Vísir.is greinir frá.
Annar stjórnarmannanna hætti í stjórninni í desember í fyrra. Hann hafði þá fengið greiddar rúmar fimm milljónir fyrir ráðgjöf til flugstöðvarinnar, án virðisauka. Hann sagði á sínum tíma að hann hefði hætt í stjórninni þar sem ætlaði að taka að sér frekari störf fyrir flugstöðina. Greiðslur til hins stjórnarmannsins voru sex hundruð þúsund krónur fyrir utan virðisauka í fyrra. Ekki lágu fyrir upplýsingar um greiðslur til stjórnarmanna fyrir þann tíma.
Skýrslan hafi ekki verið lögð fram en búast má við því að alvarlegar athugasemdir hafi verið gerðar í henni enda lýsti Ríkisendurskoðandi því yfir á sínum tíma að svona hagsmunaárekstrar væru almennt mjög óheppilegir.
Vísir.is greinir frá.