Verkstjórar hjá Varnarliðinu vilja lög um tekjutengingu atvinnuleysisbóta
Í gær komu saman til fundar hjá Verkstjórafélagi Suðurnesja starfandi verkstjórar á Keflavíkurvelli.
Farið var yfir stöðu mála og hvað væri nú framundan. Rætt var um möguleika á starfslokasamningum og hvort líkja mætti þessari brottför hersins við það er störf ríkisstarfsmanna eru lögð niður og rétt þeirra til biðlauna. Einnig var spáð í hvort munur væri á stöðu starfsmanna hersins hér á landi og svo aftur í Skotlandi, þar sem viðskilnaður þeirra var mun mannúðlegri.
Lára V Júlíusdóttir, lögfræðingur Verkstjórasambandsins, svaraði spurningum fundarmanna og kom með ábendingar. Menn ræddu það að staðan væri kvíðvænleg hjá þeim sem ekki fengu starf strax og erfitt að sjá hvernig þeir kæmust af eins og greiðslum atvinnuleysisbóta væri háttað. Það nægði engan veginn til framfærslu.
Spurt var hvort að búið væri að setja í lög fyrirheit um tekjutengingu atvinnuleysisbóta. Því var svarað að svo er ekki og nú styttist til þingloka.
Samþykkt var eftirfarandi ályktun:
Fundur Verkstjórafélags Suðurnesja haldinn 23. mars 2006 skorar á ríkisstjórnina að setja nú þegar í lög ákvæði um tekjutengingu atvinnuleysisbóta eins og lofað hefur verið.
Farið var yfir stöðu mála og hvað væri nú framundan. Rætt var um möguleika á starfslokasamningum og hvort líkja mætti þessari brottför hersins við það er störf ríkisstarfsmanna eru lögð niður og rétt þeirra til biðlauna. Einnig var spáð í hvort munur væri á stöðu starfsmanna hersins hér á landi og svo aftur í Skotlandi, þar sem viðskilnaður þeirra var mun mannúðlegri.
Lára V Júlíusdóttir, lögfræðingur Verkstjórasambandsins, svaraði spurningum fundarmanna og kom með ábendingar. Menn ræddu það að staðan væri kvíðvænleg hjá þeim sem ekki fengu starf strax og erfitt að sjá hvernig þeir kæmust af eins og greiðslum atvinnuleysisbóta væri háttað. Það nægði engan veginn til framfærslu.
Spurt var hvort að búið væri að setja í lög fyrirheit um tekjutengingu atvinnuleysisbóta. Því var svarað að svo er ekki og nú styttist til þingloka.
Samþykkt var eftirfarandi ályktun:
Fundur Verkstjórafélags Suðurnesja haldinn 23. mars 2006 skorar á ríkisstjórnina að setja nú þegar í lög ákvæði um tekjutengingu atvinnuleysisbóta eins og lofað hefur verið.