Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Verksmiðja United Silicon ekki ræst næstu þrjá mánuði
Þriðjudagur 5. september 2017 kl. 18:15

Verksmiðja United Silicon ekki ræst næstu þrjá mánuði

Stjórn United Silicon bregst við bréfi Umhverfisstofnunar í dag í tilkynningu. Úr tilkynningunn má lesa að verksmiðja United Silicon í Helguvík verður ekki ræst að nýju næstu þrjá mánuði. „Stjórn félagsins vinnur auk þess að því að styrkja innviði félagsins og gerir ekki ráð fyrir að koma þurfi til uppsagna starfsfólks. Hluti þess mun vinna að endurbótum á vinnustaðnum auk þess sem kapp verður lagt á að nota næstu þrjá mánuði til að styrkja starfsfólk í störfum sínum með því að auka þjálfun og fræðslu á meðan hefðbundin verkefni liggja niðri. Mannauður félagsins er lykilatriði til að tryggja framtíðarrekstur verksmiðjunnar,“ segir í tilkynningu frá stjórn United Silicon.

Þá segir einnig í tilkynningu stjórnar United Silicon:
 
„Í bréfi Umhverfisstofnunar (UST) frá 1. september var félaginu tilkynnt um þá niðurstöðu UST að endurræsing ofns verksmiðjunnar sé óheimil nema með skriflegri heimild frá stofnuninni að loknum fullnægjandi endurbótum og ítarlegu mati á þeim.

Stjórn félagsins tekur alvarlega þá miklu ábyrgð sem fylgir því að reka starfsemi sem þessa og vill gera það í góðri sátt við nærsamfélagið og eftirlitsaðila og í samræmi við ákvæði laga og starfsleyfis. Stjórn félagsins mun á næstu mánuðum vinna að endurskipulagningu rekstrar til að tryggja rekstrarhæfni félagsins til frambúðar. Í því samhengi leggur stjórnin áherslu á að tryggja hagsmuni kröfuhafa félagsins, starfsfólks þess og hag sveitarfélagsins af tekjum af rekstri félagsins. Hluti þess verkefnis er að tryggja félaginu fjármagn til að ráðast í allar nauðsynlegar úrbætur til að bæta rekstur verksmiðju félagsins.

Áður hafði United Silicon í svörum til UST veitt upplýsingar um fjölmörg úrbótaverkefni sem ætlunin er að ráðast í á greiðslustöðvunartíma. Ákvörðun UST kallar á enn frekari greiningu á mögulegum úrbótum og tímasetta áætlun um þær.

Multiconcult er norsk ráðgjafarverkfræðistofa í fremstu röð á Norðurlöndum og hefur unnið með félaginu frá því síðasta vor og mun halda áfram að vera lykilráðgjafi félagsins í endurbótaferli næstu mánaða. Multiconsult fékk Norsku loftgæðarannsóknastofnunina (NILU) til liðs  til að rannsaka og greina útblástur frá verksmiðjunni og mun það starf halda áfram“.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024