Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verksmiðja að mestu brunnin
Miðvikudagur 9. febrúar 2005 kl. 17:55

Verksmiðja að mestu brunnin

Fiskimjölsverksmiðjan Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík er að mestu brunnin, en eldur kviknaði í henni á fjórða tímanum. Sjónarvottar segjast hafa heyrt öfluga sprengingu í upphafi og í kjölfarið hafi þykkur reykur stigið upp frá húsnæði fyrirtækisins. Slökkvilið í Grindavík barðist við eldinn ásamt slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Suðurnesja og úr slökkviliðinu af Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt lögreglu urðu engin slys á fólki.

Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Víkurfrétta, Þorsteinn G. Kristjánsson, á vettvangi nú áðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024