Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verksamningur nýs íþróttahúss undirritaður
Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Magnús Guðmundsson, eigandi Grindarinnar. Mynd: Grindavik.is.
Þriðjudagur 27. mars 2018 kl. 12:18

Verksamningur nýs íþróttahúss undirritaður

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Magnús Guðmundsson eigandi Grindarinnar, skrifuðu í síðustu viku undir verksamning fyrir nýtt íþróttahús í Grindavík. Um er að ræða rúmlega 2.000 m2 byggingu sem mun rísa norðan megin við núverandi íþrótthús. Framkvæmdir á svæðinu eru þegar hafnar og er jarðvinnu nú lokið. Fyrirhuguð verklok eru í upphafi árs 2019. Greint er frá þessu á grindavik.is.

Byggingin skiptist í þrjá hluta:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

A. 1. hæð mun innihalda forrými sem tengir íþróttamiðstöð og tengigang við nýjan
íþróttasal ásamt búningsaðstöðu, áhaldageymslu, afgreiðslurými, ræstiherbergi
ásamt stigagang og lyftu.
B. 2. hæð mun innihalda stigarými og lyftu ásamt fjölnotasal, salernisaðstöðu,
lagnarými og stiga að þriðju hæð.
C. Tæknirými mun verða staðsett á þriðju hæð byggingarinnar.