Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verklegt nám er góður kostur
Mánudagur 7. október 2013 kl. 09:09

Verklegt nám er góður kostur

List- og verkgreinar eru mikilvægar stundir í námi barna.  Þar gefst tóm til að virkja sköpunarkraftinn, þjálfa fínhreyfingar og tilfinningu fyrir ýmiss konar handverki, stíga fyrstu skrefin með  alls kyns verkfæri og opna augu fyrir gildi listarinnar. Best er ef jafnvægi er á milli hugar og handar, að  bóklegt nám sé í jafnvægi við það verklega.  Flestir  nemendur eru áhugasamir fyrir þess háttar námi, segir á vef Grunnskóla Grindavíkur.

Í Hópsskóla er aðstaða til þessarar kennslu til bráðabirgða en kennarar gera sitt besta með nemendum til að skapa góða  og lærdómsríka tíma.  Það voru virkilega einbeittir nemendur sem unnu að verki sínu þegar ljósmyndara bar að garði.

Texti og myndir af vef Grunnskóla Grindavíkur.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024