Verkfræðideild varnarliðsins hlýtur vottun samkvæmt ISO staðli
Fulltrúar British Standards Institution (BSI) afhentu yfirmanni flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Mark Laughton kafteini, ISO 9001:2000 vottun stofnunarinnar vegna verkfræðideildar varnarliðsins s.l. miðvikudag, 5. október.
Verkfræðideild varnarliðsins á sér langa sögu en starfsmenn eru íslenskir, alls tólf að tölu. Helstu verkefni deildarinnar eru hönnun, verkfræðiráðgjöf og rekstur landupplýsingakerfis á varnarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli.
Starfsmenn verkfræðideildarinnar hafa á liðnum árum unnið að markvissum umbótum með gæðastjórnun að leiðarljósi og að sögn Ingólfs Eyfells forstöðumanns deildarinnar þótti við hæfi að nota alþjóðlega viðurkennda staðla til að mæla árangur af starfi deildarinnar. "ISO 9001:2000 er
eðlilegur þáttur í að ná því markmiði."
Hugmynd að innleiðingu ISO staðalsins hlaut strax fullan stuðning stjórnenda varnarliðsins og var ákveðið að vottunin skyldi ná til allrar starfsemi deildarinnar. Verkferlar voru skráðir samkvæmt ISO/TR 10013, en fljótt varð ljóst að breytinga var ekki þörf þar sem þeir voru þegar í samræmi við
viðurkennda gæðastjórnun.
Á meðan á innleiðingu ISO staðalsins stóð varð verulegur samdráttur í umsvifum og mannafla varnarliðsins og fækkaði starfsmönnum verkfræðideildarinnar úr 22 í 13. Þá reyndist ekki unnt að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar og reyndi því mjög á starfsmenn alla við verkið. Þróun gæðakerfisins tók um eitt ár og var það tekið í notkun 1. október á síðasta ári.
Alþjóðlegt vottunarfyrirtæki, British Standards Institution, sem annast hefur vottun á íslenskum og bandarískum fyrirtækjum og stofnunum, var fengið til að annaðist úttekt á starfseminni á nýlinu sumri og fékkst vottunin í beinu framhaldi af henni.
"Þegar horft er til baka sést að ávinningurinn er umtalsverður. Vinnubrögð eru agaðri og við náum að framkvæma það sem við setjum okkur. Markviss skilgreining verkefna sparar tíma og fyrirhöfn og minna er um endurvinnu," sagði Ingólfur Eyfells. "Ávinningurinn af innleiðingu ISO 9001:2000 staðalsins felst ekki síður í einhug og góðum anda meðal starfsmanna verkfræðideildarinnar."
Mynd:
Starfsmenn verkfræðideildar varnarliðsins og yfirmenn flotastöðvarinnar veita gæðavottun British Standards Institution viðtöku á Keflavíkurflugvelli, s.l. miðvikudag.
Verkfræðideild varnarliðsins á sér langa sögu en starfsmenn eru íslenskir, alls tólf að tölu. Helstu verkefni deildarinnar eru hönnun, verkfræðiráðgjöf og rekstur landupplýsingakerfis á varnarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli.
Starfsmenn verkfræðideildarinnar hafa á liðnum árum unnið að markvissum umbótum með gæðastjórnun að leiðarljósi og að sögn Ingólfs Eyfells forstöðumanns deildarinnar þótti við hæfi að nota alþjóðlega viðurkennda staðla til að mæla árangur af starfi deildarinnar. "ISO 9001:2000 er
eðlilegur þáttur í að ná því markmiði."
Hugmynd að innleiðingu ISO staðalsins hlaut strax fullan stuðning stjórnenda varnarliðsins og var ákveðið að vottunin skyldi ná til allrar starfsemi deildarinnar. Verkferlar voru skráðir samkvæmt ISO/TR 10013, en fljótt varð ljóst að breytinga var ekki þörf þar sem þeir voru þegar í samræmi við
viðurkennda gæðastjórnun.
Á meðan á innleiðingu ISO staðalsins stóð varð verulegur samdráttur í umsvifum og mannafla varnarliðsins og fækkaði starfsmönnum verkfræðideildarinnar úr 22 í 13. Þá reyndist ekki unnt að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar og reyndi því mjög á starfsmenn alla við verkið. Þróun gæðakerfisins tók um eitt ár og var það tekið í notkun 1. október á síðasta ári.
Alþjóðlegt vottunarfyrirtæki, British Standards Institution, sem annast hefur vottun á íslenskum og bandarískum fyrirtækjum og stofnunum, var fengið til að annaðist úttekt á starfseminni á nýlinu sumri og fékkst vottunin í beinu framhaldi af henni.
"Þegar horft er til baka sést að ávinningurinn er umtalsverður. Vinnubrögð eru agaðri og við náum að framkvæma það sem við setjum okkur. Markviss skilgreining verkefna sparar tíma og fyrirhöfn og minna er um endurvinnu," sagði Ingólfur Eyfells. "Ávinningurinn af innleiðingu ISO 9001:2000 staðalsins felst ekki síður í einhug og góðum anda meðal starfsmanna verkfræðideildarinnar."
Mynd:
Starfsmenn verkfræðideildar varnarliðsins og yfirmenn flotastöðvarinnar veita gæðavottun British Standards Institution viðtöku á Keflavíkurflugvelli, s.l. miðvikudag.