Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Verkfallsaðgerðum lýkur kl. 9
  • Verkfallsaðgerðum lýkur kl. 9
Þriðjudagur 8. apríl 2014 kl. 08:21

Verkfallsaðgerðum lýkur kl. 9

– nokkrir farþegar ekkert meðvitaðir um verkfall

Fámennt hefur verið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í allan morgun en nú eru farþegar farnir að streyma í innritunarsal flugstöðvarinnar. Verkfallsaðgerðum sem hófust kl. 04 í nótt mun ljúka kl. 09 en þá hefst innritun farþega.

Núna kl. 09 munu einnig lenda á flugvélar Icelandair úr Ameríkuflugi félagsins. Á ellefta tímanum fara síðan fyrstu vélar af stað til Evrópu.

Nokkuð er um að erlendir farþegar í flugstöðinni hafi ekki verið upplýstir um að verkfall stæði yfir og einnig hafa íslenskir farþegar komið af fjöllum þegar þeir hafa komið að lokuðum hliðum sem eru varin af verkfallsvörðum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í flugstöðinni í morgun.







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024