Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkfallsaðgerðir hjá Isavia samþykktar
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 12:22

Verkfallsaðgerðir hjá Isavia samþykktar

Talning atkvæða um verkfallsaðgerðir starfsmanna hjá Isavia hefur farið fram. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni eru á þann veg að 88% sögðu já, nei sögðu 9%. Auðir og ógildir voru 3%. Á kjörskrá voru 424 og af þeim kusu 365, eða 86%. Af þessu er ljóst að gripið verður til verkfallsaðgerða þann 8. apríl næstkomandi, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.

Verkfallsaðgerðirnar sem samþykktar voru;

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00,  þriðjudaginn 8. apríl 2014, munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf , leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00,  miðvikudaginn 23. apríl 2014, munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf , leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 04:00 til kl. 09:00,  föstudaginn 25. apríl 2014, munu allir félagsmenn FFR, SFR og LSS hjá Isavia ohf , leggja niður störf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024