Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkfallið leiðinlegt en samt gaman að geta leikið úti
Föstudagur 24. september 2004 kl. 10:48

Verkfallið leiðinlegt en samt gaman að geta leikið úti

„Okkur finnst verkfallið mjög leiðinlegt, en samt er gaman að geta leikið sér,“ sögðu grunnskólakrakkar í Reykjanesbæ sem voru að fara að leika sér í gærdag. Þau voru með báta sem þau höfðu smíðað og ætluðu að fara að leika sér í polli sem er á Nikkel svæðinu.
„Við höfum leikið okkur mest út og eiginlega bara verið úti allan daginn,“ segja krakkarnir en hvar fengu þau svona flotta báta? „Við bara smíðuðum þá!“
Þrátt fyrir að þeim finnist gaman að geta leikið sér mikið vegna verkfallsins þá vonast þau til að það leysist fljótlega. „Það er bara mjög gaman í skólanum og okkur langar í hann aftur.“

Myndin: F.v. Dagný 10 ára, Helga Margrét 9 ára, Sigurður 6 ára, Ásta Eygló 9 ára.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024