Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkfallið hefur strax áhrif: Unglingar virða ekki útivistartíma
Mánudagur 20. september 2004 kl. 10:06

Verkfallið hefur strax áhrif: Unglingar virða ekki útivistartíma

Um helgina bar nokkuð á því að börn og unglingar á grunnskólaaldri væru úti seint að kvöldi í trássi við lög um útivistartíma. Lögreglan í Keflavík vísaði börnunum heim.

Af því má ráða að nýhafið verkfall grunnskólakennara sé þegar farið að hafa áhrif á daglegt líf nemenda þannig að þau eru lengur úti á kvöldin þar sem enginn skóli er morguninn eftir.

Í téðum lögum er skýrt tekið fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.

Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
Myndin er úr safni VF og tengist málinu ekki

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024