Verkfalli flugvirkja frestað
Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað til mánudagsins 10. nóvember, að því er fram kom í fréttum RÚV. Fundur í deilu flugvirkja og viðsemjanda þeirra hófst hjá ríkissáttasemjara kl. 15:30 í gær og og stóð fram á kvöld. Árangurslausum fundi lauk með því að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu.