Verkfall skerðir ekki útkallsstyrk
Síðasta vika hjá Brunavörnum Suðurnesja einkenndist af kjarasamningum og þeim aðgerðum sem þeim hafa fylgt að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra.
Í síðustu viku voru 25 útköll vegna sjúkraflutninga hjá BS. Öll voru þau vegna minniháttar slysa eða veikinda. Tilkynnt var um sex bruna, þar af voru fjórir vegna staðfestra bruna. Allir brunarnir áttu sér stað sama daginn og á svipuðum stað í sinu nálægt Garði.
Slökkviliðsmenn hafa að undanförnu verið í yfirvinnubanni til að knýja fram kjarasamninga. Að sögn Sigmundar hefur enn ekki orðið vart við skerta þjónustu hjá Brunavörnum Suðurnesja. Ef til verkfalls kemur 30. maí nk. mun það ekki skerða útkallsstyrk liðsins eða viðbragðstíma.
Í síðustu viku voru 25 útköll vegna sjúkraflutninga hjá BS. Öll voru þau vegna minniháttar slysa eða veikinda. Tilkynnt var um sex bruna, þar af voru fjórir vegna staðfestra bruna. Allir brunarnir áttu sér stað sama daginn og á svipuðum stað í sinu nálægt Garði.
Slökkviliðsmenn hafa að undanförnu verið í yfirvinnubanni til að knýja fram kjarasamninga. Að sögn Sigmundar hefur enn ekki orðið vart við skerta þjónustu hjá Brunavörnum Suðurnesja. Ef til verkfalls kemur 30. maí nk. mun það ekki skerða útkallsstyrk liðsins eða viðbragðstíma.