Mánudagur 27. febrúar 2006 kl. 22:46
Verkfærum stolið úr nýbyggingu
Lögregla var kölluð að nýbyggingu í nágrenni við Stapafell á Reykjanesi í hádeginu í dag. Úr læstri kistu hafði verði stolið þremur hleðsluborvélum, höggvél, slípirokk, járnsög, límbyssu og tveimur herslulyklum. Þjófnaðurinn átti sér stað um helgina, en ekki er vitað hver var hér að verki.