Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verkefni um umferðaröryggi barna verði hrundið af stað
Laugardagur 17. febrúar 2024 kl. 06:00

Verkefni um umferðaröryggi barna verði hrundið af stað

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar, auk menntaráðs, hafa undanfarna mánuði fjallað um frístundaakstur barna. Það mál stendur þannig að hætt verður að sækja börn úr íþróttastarfi og keyra þau til baka til frístundaheimilanna. Breytingin tekur gildi frá og með 10. febrúar næstkomandi.

Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 var samþykkt að leggja 20 milljónir króna í verkefnið „Umferðaröryggi barna“. Vegna aðstæðna sem skapast hafa við Reykjaneshöll og við Fimleikaakademíuna, þar sem mikill fjöldi barna kemur saman daglega auk mikillar umferðar, leggur íþrótta- og tómstundaráð áherslu á að verkefninu „Umferðaröryggi barna“ verði hrundið af stað sem allra fyrst og leggur áherslu á að verkefnið hefjist á að greina umferð og aðstæður við umrædd mannvirki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðið leggur til að málinu verði vísað til umhverfis- og skipulagsráðs og hafist verði handa við verkefnið sem allra fyrst.