Verkalýðsfélög flutt í Krossmóa og gáfu milljón
Þrjú verkalýðsfélög hafa flutt starfsemi sína í háhýsið að Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Það eru Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Starfsmannafélag Suðurnesja og FIT - Félag iðn- og tæknigreina. Þá hefur VIRK - starfsendurhæfingarsjóður einnig flutt starfsemi sína í húsið á sömu hæð og verkalýðsfélögin.
Þó svo félögin hafi flutt inn í húsið snemmsumars, þá var það ekki fyrr en nú sem haldið er sérstaklega upp á fluttningana og fenginn prestur til að blessa starfsemina í húsinu.
Þá létu félögin þrjú gott af sér leiða og afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja rúma eina milljón króna í gjafabréfum í verslunum Samkaupa.
Meðfylgandi myndir voru teknar við opnunina. Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.