Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Verkafólk samningslaust í 35 daga
Föstudagur 8. febrúar 2019 kl. 14:40

Verkafólk samningslaust í 35 daga

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Grindavíkur, VLFG, hefur sent frá sér ályktun sem samþykkt var á fundi í VLFG þann 5. febrúar sl. Þar segir:
 
Það er dapurlegt að sú staða er komin upp að verkafólk á Íslandi hafi verið samningslaust í 35 daga í dag. Atvinnurekendur hafa sýnt lítin samningsvilja fram að deginum í dag og ljóst er að verkafólk í Grindavík og víðar á landinu er að missa þolinmæðina.
 
Stjórn og trúnaðarráð VLFG krefst þess að Samtök atvinnurekanda komi með raunhæf tilboð inn í kjarasamningaviðræður á allra næstu dögum, það er ekki í boði fyrir verkafólk að vera lengur án kjarasamninga. Hér á landi þurfa að eiga sér kerfisbreytingar, kerfisbreytingar sem gera verkafólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á mannsæmandi launum. VLFG hafnar öllum útfærslum á þeirri leið sem SA hefur boðað um vinnutímabreytingar enda eru það ekki breytingar sem verkafólk hefur beðið um.
 
Mikil er ábyrgð atvinnurekanda og ríkisstjórnar. Verkafólk hefur beðið þolinmótt eftir betri kjörum, þolinmæðin er á þrotum og krefst verkafólk í Grindavík og á landinu öllu að staða þeirra verði viðunandi strax. Staðan verður þó ekki viðunandi nema að hér á landi hækki laun verkafólks umtalsvert og að skattakerfið verði notað sem jöfnunartæki. Það er ekki viðunandi að á síðustu árum hafa skattar á lágtekjufólk hækkað hlutfallslega að meðan skattar á auðfólk lækki hlutfallslega á meðan.
 
Sanngjarnt samfélag er öllum til hagsbóta, stjórn og trúnaðarráð Grindavíkur krefst þess að hér verði byggt upp sanngjarnara samfélag það verður þó ekki gert án átaka nema að Samtök atvinnulífsins og ríkisstjórn Íslands vakni af værum blundi og komi með í þessar kerfisbreytingar,“ segir í ályktuninni sem var samþykkt samhjóma af stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Public deli
Public deli