Verið að opna Grindavíkurveg eftir alvarlegt umferðarslys

Nú er verið að opna Grindavíkurveg að nýju eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á veginum snemma í morgun. Tvær bifreiðar skullu saman á veginum miðja vegu milli Seltjarnar og Bláa lónsins.
Tveir voru fluttir á sjúkrahús, en ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl voru.
Grindavíkurvegurinn var lokaður á meðan lögreglan rannsakaði slysavettvang, en fulltrúar rannsóknarnefndar umferðarslysa voru kallaðir á vettvang slyssins í morgun.
Aðkoman að slysavettvangi var ljót og bílarnir mikið skemmdir.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Frá vettvangi slyssins í morgun.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn á Grindavíkurvegi.

Unnið að rannsókn á slysavettvangi.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				