Verður Suðurnesjabær á nýársdag
Frá og með 1. janúar 2019 mun sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs bera nafnið Suðurnesjabær.
Sameining sveitarfélaganna tók gildi 10. júní 2018. Í íbúakosningu meðal íbúanna í nóvember sl. hlaut nafnið Suðurnesjabær afgerandi fylgi 75% þeirra sem þátt tóku.
Bæjarstjórn samþykkti nafnið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfesti það nú fyrir jólin og hefur reglugerð um breytingar á samþykkt um stjórn Suðurnesjabæjar verið birt í Stjórnartíðindum, þar sem staðfest er að sveitarfélagið heiti Suðurnesjabær frá og með 1. janúar 2019.