Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður Spkef hryggjarstykki í nýrri sparisjóðasameiningu?
Föstudagur 23. apríl 2010 kl. 12:22

Verður Spkef hryggjarstykki í nýrri sparisjóðasameiningu?

„Það er ekkert vitað á þessari stundu hver framtíð Spkef verður en ég get alla vega sagt fyrir víst að starfsemi verður hér áfram, þó ég geti ekki sagt í hvaða mynd það verður,“ sagði Ásta Dís Óladóttir, formaður nýrrar stjórnar Spkef sparisjóðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það vekur athygli í fréttatilkynningu Fjármálaeftirlitsins að við yfirtöku Spkef og Byrs er síðarnefndi sjóðurinn með hf. fyrir aftan nafnið. Það eiga forráðamenn ríkisins eflaust eftir að útskýra en ekki er ólíklegt í ljósi þess að Byr hf. verði seldur en Spkef sparisjóður (eins og hann er nefndur hjá FME) verði hryggjarstykki í stofnun nýs sparisjóðasambands. Í þeirri björgunarvinnu sem staðið hefur yfir vegna erfiðrar stöðu hjá Spkef og Byr undanfarið hefur verið horft mikið til all herjar sameiningar sparisjóðanna með Byr og Spkef sem lang stærstu aðila þar inni. Samkvæmt lögum um sparisjóði geta þeir ekki verið hlutafélög og því velta menn því nú fyrir sér hvað ríkinu gangi til með þessari óvæntu hlutafélagsvæðingu Byrs. Þeir sem VF hefur talað við telja þetta lang líklegustu hugmyndina.

Talið er að nokkrir möguleikar verði skoðaðir í framtíð Spkef. Í fyrsta lagi að hann verði rekinn í óbreyttri mynd. Í öðru lagi yfirtaki Spkef aðra sparisjóði og í þriðja lagi verði hann yfirtekinn. Síðan er spurningu óvarað um það hvort ríkið ætli sér að eiga Spkef en ríkið á sem kunnugt er Landsbanka Íslands. Einhver samlegðaráhrif gætu legið þar.

Ásta Dís sagði að verið væri að ræða við yfirmenn og stjórnendur Spkef um framtíð þeirra en engin breyting yrði hjá almennum starfsmönnum Spkef.