Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður ekki látið gerast - segir Ragnheiður Elín
Miðvikudagur 17. október 2012 kl. 14:39

Verður ekki látið gerast - segir Ragnheiður Elín

„Staða Fjölbrautarskóla Suðurnesja er grafalvarleg og algerlega óviðunandi. Það verður einfaldlega ekki látið gerast að nemendum verði vísað frá skólanum. Það er ekki nóg að halda fundi í Víkingaheimum og tala fjálglega um að bæta menntunarstig á Suðurnesjum ef fjárveitingar fylgja svo ekki,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi um málefni Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

„Þolinmæðin er löngu þrotin - nú verða talsmenn þessarar ríkisstjórnar að fara að standa við stóru orðin gagnvart Suðurnesjunum. Við Unnur Brá Konráðsdóttur funduðum með skólameistara FS í morgun og höfum mikinn skilning á sjónarmiði skólans. Nú er fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar í þinginu og munum við beita okkur fyrir því að þetta verði leiðrétt við 2. umræðu frumvarpsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég ræddi einnig í dag við menntamálaráðherra um þessa stöðu og hún fullvissaði mig um að engum nemendum yrði neitað um skólavist við skólann. Ég treysti því að við það verði staðið og mun beita mér af öllu afli fyrir lausn málsins“.