Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður ekki auðvelt og mun reyna á okkur öll
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Þórey Guðmundsdóttir á fundinum í Hljómahöll.
Laugardagur 7. febrúar 2015 kl. 08:47

Verður ekki auðvelt og mun reyna á okkur öll

-segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri eftir íbúafund um fjárhagsáætlun Reykjaensbæjar 2014

„Já, ég er bjartsýnn á að okkur takist að vinna okkur úr þessum þrengingum en þetta verður ekki auðvelt og mun reyna á okkur öll,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri en hann boðaði til íbúafundar í Hljómahöll í síðustu viku þar sem hann fór yfir lykiltölur og helstu verkefni í fjárhagsáætlun Reykjaensbæjar 2015. Um sextíu manns mættu á fundinn og fékk bæjarstjóri fjölmargar spurningar út úr sal frá fundargestum.

Kjartan fór yfir rekstrartölur allra helstu þátta bæjarins og svaraði einnig spurningum sem bárust um fjölmörg atriði. Hann útskýrði áætlun næstu ára í rekstrinum en farið er í ýmsar aðgerðir til þess að lækka skuldastöðuna. Aðgerðirnir eru mis lengi að hafa áhrif á reksturinn en á þessu ári er t.d. gert ráð fyrir um 500 millj. kr. tapi en það var um 865 millj. kr. á árinu 2014. Áætlað er að tapið verði komið niður í 200 m.kr. árið 2016 en hagnaður verði frá 2017 og næstu ár á eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér standa upp úr í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015 sem þú fórst yfir á fundinum og hver voru viðbrögð fundargesta við kynningu á henni?

„Mér er efst í huga að bæjarstjórnin stóð þétt saman í þessari vinnu og allir bæjarfulltrúar samþykktu fjárhagsáætlunina, ekki bara fyrir árið 2015 heldur líka næstu 3 ár þar á eftir þ.e. 2016, 2017 og 2018. Viðbrögð fundargesta voru mjög góð og ég held að sumum þeirra hafi komið á óvart hversu fjölbreytt viðfangsefnin eru sem starfsfólk Reykjanesbæjar fást við.“

Hvað fannst þér mest brenna á fundargestum á fundinum?

„Þeir spurðu um fjölmargt sem sneri að fjármálunum en einnig spunnust umræður um málefni aldraðra, fatlaðs fólk, atvinnumál, skipulagsmál, fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu og margt fleira.“ Kjartan var spurður út í kostnað margra málaflokka og einnig um vaxtagjöld bæjarins. Reykjanesbær greiðir á þessu ári nærri 1100 milljónir í fjármagnsgjöld.

Hvaða viðbrögð hefurðu fengið út af aðgerðum bæjarins, hækkun fasteignaskatts og úrsvars sem nú birtast bæjarbúum í fyrsta sinn um þessi mánaðarmót og einnig breytingum á stjórnskipulaginu/uppsögnum?

„Mér finnst bæjarbúar almennt sýna því skilning að nauðsynlegt sé að hækka útsvar og fasteignaskatta en um leið er þess vænst að hækkanirnar verði teknar til baka um leið og færi gefst. Breytingar á stjórnskipulaginu njóta einnig skilnings þó auðvitað séu skoðanir misjafnar eins og búast má við þegar um jafn viðamiklar aðgerðir er að ræða.“

Frá íbúafundinum um fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015.