Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verður 25% af hælisleitendum vísað úr landi?
Sunnudagur 14. september 2008 kl. 16:20

Verður 25% af hælisleitendum vísað úr landi?

Mál hælisleitendana er nú hjá Útlendingastofnun. Samkvæmt Fréttablaðinu benda fyrstu vísbendingar til þess að allt að tíu manns, meintir hælisleitendur, hafi villt á sér heimildir og verði vísað úr landi. Það flýtir væntanlega fyrir úrvinnslu Útlendingastofnunar á málum hælisleitenda sem hvergi geta farið og bíða eftir úrvinnslu sinna mála. Fari svo að tíu manns verði vísað úr landi er það ¼ af fjölda hælisleitenda sem hér búa eða 25%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hælisleitendur á Íslandi, í Reykjanesbæ, ganga frjálsir um bæjarfélagið á meðan verið er að vinna í þeirra málum. Það er að margra mati mjög óeðlilegt að „hælisleitendur“ sem villa á sér heimildir eða gefa ekki réttar persónulegar upplýsingar til yfirvalda um raunverulega veru sína hér fái að vera frjálsir ferða sinna.

Þeir hælisleitendur sem hafa verið hér í Reykjanesbæ hvað lengst hafa dvalið í fjögur ár. Margir þeirra eru saklausir og verða fyrir ónæði þegar aðgerðir eins og voru framkvæmdar sl. fimmtudag eru gerðar. Þeirra á meðal eru börn sem ganga í grunnskóla bæjarfélagsins, hafa aðlagast samfélaginu og tala orðið góða íslensku.

Einn hælisleitandanna, ungur maður, sagði við blaðamann VF við mótmælaaðgerðirnar á föstudaginn að; „ef þú lemur hundinn þinn til hlýðni þá verður hundurinn vondur hundur. “ Þessum skilaboðum vildi hann koma til íslensku þjóðarinnar sem honum fannst vera að koma illa við sig. Það eina sem hann, að hans sögn, fær er matur og ómannúðlega framkomu.

Myndir frá mótmælaaðgerðum fyrir utan lögreglustöðina sl. föstudag.

Myndir-VF/IngaSæm