Verðmætum stolið úr bílaleigubílum
Borið hefur á því að undanförnu að farið hafi verið inn í bílaleigubíla í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og greipar látnar sópa. Dýrum tækjabúnaði hefur verið stolið úr bílunum, svo sem myndavélum í framrúðu, vélartölvum, útvörpum og miðstöðvum. Einnig eru dæmi um að ljósabúnaður hafi verið fjarlægður af þeim. Nú síðast um helgina var öllum fjórum hjólbörðunum stolið undan bílaleigubíl.
Lögregla vill beina þeim tilmælum til forráðamanna bílaleiga að ganga vel og tryggilega frá bifreiðum sem eigu eða umsjá þeirra og geyma þær ekki á fáförnum stöðum.