Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verðmætum rænt af ferðamönnum
Mánudagur 22. apríl 2013 kl. 14:24

Verðmætum rænt af ferðamönnum

Tveir hollenskir ferðamenn, karlmaður og kona, leituðu til lögreglunnar á Suðurnesjum undir miðnætti á föstudagskvöld og sögðu farir sínar ekki sléttar. Höfðu þau verið á gangi á Vatnsnesvegi þegar einstaklingur í svartri úlpu hljóp að þeim, reif bakpoka af öxl konunnar og hljóp á brott með hann.

Minnstu munaði að konan félli í götuna við áhlaupið. Ræninginn hafði hulið andlit sitt með úlpuhettunni meðan hann lét til skarar skríða. Erlendi karlmaðurinn reyndi að hlaupa hann uppi en missti sjónar á honum.

Ýmisleg verðmæti voru í bakpokanum svo sem fjármunir, skartgripir, fatnaður, myndavél, fartölva og stafræn myndbandsupptökuvél. Lögregla rannsakar málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024