Verðmætasendingu stolið hjá Íslandspósti í Keflavík
-starfsmaður Íslandspósts hefur viðurkennt brotið
Lögreglan í Keflavík hefur til rannsóknar mál er varðar þjófnað á verðmætasendingu á vegum Íslandspósts, en málið var tilkynnt til lögreglu síðastliðinn fimmtudag. Við rannsókn málsins beindist grunur að starfsmanni Íslandspósts. Maðurinn hefur sýnt samstarfsvilja við yfirheyrslur hjá lögreglu og gengist við brotinu. Þýfið er að mestu komið fram. Laugardaginn 14. júní var maðurinn færður fyrir Héraðsdóm Reykjaness þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan 16, mánudaginn 16. júní. Maðurinn var aftur færður fyrir Héraðsdóm á mánudaginn, þar sem hann gerði frekari grein fyrir brotinu. Hann var þá úrskurðaður í farbann þar til 15. ágúst n.k. Ekki verður uppgefið hversu miklum verðmætum stolið var, eða um eiganda þeirra.
Lögreglan í Keflavík hefur til rannsóknar mál er varðar þjófnað á verðmætasendingu á vegum Íslandspósts, en málið var tilkynnt til lögreglu síðastliðinn fimmtudag. Við rannsókn málsins beindist grunur að starfsmanni Íslandspósts. Maðurinn hefur sýnt samstarfsvilja við yfirheyrslur hjá lögreglu og gengist við brotinu. Þýfið er að mestu komið fram. Laugardaginn 14. júní var maðurinn færður fyrir Héraðsdóm Reykjaness þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan 16, mánudaginn 16. júní. Maðurinn var aftur færður fyrir Héraðsdóm á mánudaginn, þar sem hann gerði frekari grein fyrir brotinu. Hann var þá úrskurðaður í farbann þar til 15. ágúst n.k. Ekki verður uppgefið hversu miklum verðmætum stolið var, eða um eiganda þeirra.