Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Verðlaunaðir fyrir Suðurnesjaljósmyndir
Föstudagur 31. ágúst 2018 kl. 10:08

Verðlaunaðir fyrir Suðurnesjaljósmyndir

Guðmundur Magnússon, Haukur Hilmarsson, Hilmar Bragi Bárðarson, Jón Óskar Hauksson og Ólafur Harðarson hlutu í gær verðlaun fyrir bestu myndirnar á ljósmyndasýningu Ljósanætur 2018. Sýningin ber heitið „Eitt ár á Suðurnesjum“ og er aðallsýning Listasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum.
 
Um 350 myndir bárust í keppnina sem er af færeyskri fyrirmynd en samhliða sýningunni Eitt ár á Suðurnesjum er ljósmyndasýning í Duus safnahúsum sem ber heitið Eitt ár í Færeyjum.
 
Alls eru um 80 ljósmyndir sýndar í Listasalnum en aðrar myndir sem bárust eru sýndar á skjá í Bíósal Duushúsa.
 
Á myndinni eru Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi, Jón Óskar Hauksson, Haukur Hilmarsson, Ólafur Harðarson, Hilmar Bragi Bárðarson, Guðmundur Magnússon og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri. VF-mynd: pket
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024