Verðlauna fallegar skreytingar í Reykjanesbæ
Viðurkenningar fyrir Ljósahús Reykjanesbæjar 2008 verða veittar í Gryfjunni í Duushúsum þriðjudaginn 9. desember kl. 18:00.
Veittar eru viðurkenningar í flokkunum:
Ljósahús 1. - 3. sæti
Fallegasta skreytta raðhúsið
Fallegasta skreytta fjölbýlishúsið
Fallegasta heildarmynd götu
Fallegasti jólaglugginn
Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús.
Hitaveita Suðurnesja veitir peningaverðlaun upp í rafmagnsreikninga viðkomandi aðila. Ljósahús Reykjanesbæjar 2008 hlýtur kr. 30.000, 2. sæti kr. 20:000 og 3. sæti kr. 15.000.
Allir eru velkomnir á verðlaunaafhendinguna en að henni lokinni verður boðið upp á súkkulaði og piparkökur.