Verðlaun veitt í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þann 8. mars sl. Þátttakendur voru 142 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Nemendur mættu kl. 14:00 og fengu þeir pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan kl. 14:30 og stóð til kl 16:00.
Verðlaunaafhending fór síðan fram þriðjudaginn 9. apríl. Þar mættu 10 efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal en það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. Fyrir fyrsta sætið voru 20.000 kr. í verðlaun, 15.000 kr. fyrir annað sætið og 10.000 kr. fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Það voru þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Árni Hinrik Hjartarson frá Íslandsbanka sem veittu verðlaunin.
Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 62:
Í 1. sæti var Andrea Dögg Einarsdóttir, Heiðarskóla.
Í 2. sæti var Gunnhildur Gyða Östrup Björnsdóttir, Holtaskóla.
Í 3. sæti var Andrea Einarsdóttir, Heiðarskóla.
Í 4. sæti var Nökkvi Már Nökkvason, Grunnskóla Grindavíkur.
Jafnar í 5. -6. sæti voru Elsa María Óskarsdóttir Myllubakkaskóla og Sigrún Elísa Eyjólfsdóttir Holtaskóla.
Í 7. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð:
Aðalheiður Lind Björnsdóttir, Gerðaskóla.
Aníta Rún Helgadóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Davíð Már Jóhannesson, Njarðvíkurskóla.
Ólafur Þorsteinn Skúlason, Heiðarskóla.
Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 41.
Í 1.sæti var Tinna Björg Gunnarsdóttir, Holtaskóla.
í 2. sæti var Katla Marín Þormarsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Í 3. sæti var Elsa Kristín Kay Frandsen, Stóru-Vogaskóla.
Í 4. sæti var Björgvin Theódór Hilmarsson, Heiðarskóla.
Í 5. sæti var Sebastian Klukowski, Grunnskólanum í Sandgerði.
Í 6. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð:
Agata Jóhannsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Anna Karen Guðmundsdóttir, Grunnskólanum í Sandgerði.
Jón Grétar Sverrisson, Holtaskóla.
Una María Magnúsdóttir, Akurskóla.
Þórveig Hulda Frímannsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 39.
Í 1. sæti var Ægir Ragnar Ægisson, Njarðvíkurskóla.
Í 2. sæti var Sigurður Galdur Loftsson, Myllubakkaskóla.
Í 3. sæti var Jóhann Almar Sigurðsson, Heiðarskóla.
Í 4. sæti var Rannveig Ósk Smáradóttir, Myllubakkaskóla.
í 5. sæti var Helena Rós Gunnarsdóttir, Myllubakkaskóla.
Í 6. til 10. sæti voru þessir í stafrófsröð:
Guðný Eva Birgisdóttir, Grunnskóla Grindavíkur.
Helena Fanney Sölvadóttir, Njarðvíkurskóla.
Hlynur Ægir Guðmundsson, Grunnskóla Grindavíkur.
Laufey Soffía Pétursdóttir, Akurskóla.
Marinó Axel Helgason, Grunnskóla Grindavíkur.
Að lokinni verðlaunaafhendingu gæddu viðstaddir sér á veitingum í boði skólans.
Hér eru myndir frá verðlaunaafhendingunni.