Verðlaun fyrir gönguferðir
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa ákveðið að setja af stað leik sem á að hvetja fólk til að ganga um Reykjanesið og nýta til þess hið nýja gönguleiðakort sem gefið hefur verið inn á hvert heimili á Suðurnesjum. Fyrir þátttöku í þessum leik verða veitt verðlaun þeim sem standa sig besta og þeim sem eru heppnir.
Verðlaun verða veitt í tveimur flokkum:
1. flokkur. Veitt eru þrenn verðlaun þeim sem fara flestar gönguleiðirnar á kortinu sem eru merktar frá 1-23. Verðlaunin eru GPS staðsetningartæki. Ef margir eru jafnir í þessum flokki verður dregið á milli þeirra.
2. flokkur. Veitt eru þrenn verðlaun fyrir að hafa notað kortið eittvað. Verðlaunin eru búnaður til gönguferða. Þeir sem skila inn undir þessum flokki verða allir dregnir úr einum sameiginlegum potti.
Til að teljast þátttakandi þarf að skila inn stuttri greinargerð með mynd af sér eða hópi við viðkomandi stað eða gönguleið sem merkt er á kortið. Gaman væri einnig að fá ferðasögu.
Þátttakendur skili gögnum til:
Ferðamálasamtök Suðurnesja
Kjarrmóa 3
230 Reykjanesbæ
Einnig má skila inn á e-mail : [email protected]
Skilafrestur er til 30. september 2004 og verða úrslitin tilkynnt fljótlega eftir það. Fólk er hvatt til að undirbúa gönguferðir sínar vel með hjálp kortsins, og reyna að áætla ferðatímann og vera vel búin. Merktu gönguleiðirnar á kortinu eru við flestra hæfi þó alltaf bera að fara varlega.
Góða ferð og góða skemmtun.
Suðurnesjum 13. júlí 2004
Ferðamálasamtök Suðurnesja